Batteríið arkitektar og Landslag í samstarfi við Arkitektgruppen Cubus unnu lokaða samkeppni um Flerbrukshall í Rong í Öygarden kommune í skerjagarðinum fyrir utan Bergen.
Vinningstillagan ber nafnið „Livet mellom sprekkene“. Um er að ræða 4000 m² byggingu fyrir íþrótta- og menningarstarfsemi staðsett í sérstöku klettalandslagi skerjagarðsins. Byggingunni tilheyrir stór lóð, aðkomutorg, bílastæði, útsýnisstígar og -pallar.
You must be logged in to post a comment.