Landslag

Verkefni > Ferðamannastaðir

Þrístapar – Húnavatnshreppi

Þrístapar Húnavatnshreppi – síðasta aftakan á Íslandi 1830 – Áningarstaður, fræðslusýning

AFTAKAN

Að sögn vitna leið Agnes

Í ómegin áður en hún

var tekin af lífi. Sagt er

 að presturinn sem fylgdi         

Henni hafi haldið hárinu

frá hálsinum á meðan

hún var höggvin

 

Áhugaverður áningastaður við Þjóðveginn 2023 sem umhverfist og fræðir fólk um atburðinn þar sem Agnes og Friðrik voru hálshöggvin eftir morð á tveimur mönnum.

Að minnast þeirra ásamt þeim sem fléttuðust inní atburðarrásina, heimafólk, bændur og aðrir ráðamenn.

Um einstakt verkefni er að ræða þar sem mikilvægt er að staðarvitund og saga fái notið sín sem allra best.  Markmiðið var að fanga stemningu sögunnar um svæðið og gera hana aðgengilega fyrir almenning.

Fornleifaskráning hefur farið fram á staðnum og eru enn fjórar minjar sýnilegar: aftökustaðurinn, minnismerki um síðustu aftökuna og tvær tóftir með vegghleðslum ásamt grjóthleðslu.

Hönnun, efnisval og frágangur svæðisins ásamt allri uppbyggingu á svæðinu, fræðslu-, upplýsingaskilti og aðrar merkingar eru í samræmi við reglur Minjastofnunar Íslands og fullt samráð var við þau um framkvæmdina.

  • Handrit – saga – sem fangar stemningu og atburðarrás
  • Fræðsluskilti og listmunir sem auka á hughrif staðarins er vel fyrirkomið á allri sýningarleiðinni
  • Minjum gerð góð skil á hlutlausan en áhrifaríkan hátt
  • Dvalar- og fræðslusvæði þar sem hægt er að staldra við
  • Stígur upp að minjum gerður aðgengilegri á fallegan hátt – efnisval náttúrulegt af svæðinu

Jákvæð umhverfisáhrif hafa orðið á staðnum vegna betri stýringar gangandi og akandi umferðar við og um svæðið og betri aðstaða fyrir ferðamenn.

Áhersla er lögð á staðarvitund og að sagan fái notið sín sem allra best.  Sagan er sögð á hógværan en afar áhrifaríkan hátt til að koma henni sterkt áleiðis, minjar ásamt listaverkum magna upp upplifunina og verða samofin sögu og náttúrinni í kring.

Minjar ásamt listaverkum magna upp upplifunina og verða samofin sögu og náttúrinni í kring.

Unnið er með náttúruleg efni af svæðinu þannig að allt falli sem best að umhverfinu.  Myndverkin, listmunir, stígar, hleðslur og annað innan svæðis eru unnin úr torfi, grjóti og steyptu ryðguðu járni sem fellur vel inn í náttúruna.  Uppbygging göngustíga og aðgengi að minjum er til þess fallið að vernda náttúru og menningarsögulegar minjar ásamt öryggi ferðamanna.

Tíminn mun svo leyfa verkunum að taka á sig síbreytilega mynd eins og sagan sjálf.

 

Ár

2023

Verkkaupi

Húnavatnshreppur

Samstarf

Gagarín-sýningarstjórn, Irma - hönnun sýningarmuna, Ráðbarður - verkfræði og verkstjórn, Gerður Kristný rithöfundur - handrit á fræðsluskilti

Framkvæmd

Lokið