Landslag

Verkefni > Ferðamannastaðir

Saxhóll

2018 – Rosa Barba International Landscape Prize
2017 – A special mention at Nordic Architecture Fair Awards in Gothenburg

Saxhóll er 40 metra hár gígur á norðvestanverðu Snæfellsnesi og er innan marka Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Gígurinn hefur verið vinsæll til uppgöngu enda staðsettur nálægt hringveginum um nesið. Þegar upp er komið blasir gígurinn við en útsýnið er jafnframt mikið út yfir hraunbreiður, hafið og til Snæfellsjökuls. Leiðin upp var tekin að aflagast og sporið tekið að breiða úr sér. Auk rasksins reyndist leiðin jafnframt orðin hættuleg þar sem fólk lenti í því að skrika til fæti í lausu gjalli eða renna til á blautri og sleypri mold á slitnum gróðurtorfum. Lagður var tröppustígur í slóðina sem þegar hafði myndast. Tröppustígurinn liggur í tveimur bogalaga línum sem mætast í hvíldarpalli á miðri leið upp hlíðina. Þar er harðari kjarni hrauns undir og yfirborð jafnframt grónara. Stígurinn er í heild sinni 160 metra langur og meðalhalli því u.þ.b. 1:4. Notuð var grafa af minnstu gerð til að jafna slóðina en hallinn er þó breytilegur frá einum kafla til annars. Tröppustígurinn er 1,5 metra breiður og smíðaður úr þriggja metra löngum einingum. Hliðarnar eru stálplötur sem skorðast í gjallið og á milli þeirra eru fest þrep úr stálristum. Stálið er óryðvarið og ryðgaði því fljótt og samlagaðist litbrigðum gjallsins og gróðursins.

Tröppustígurinn var tilnefndur til fernra verðlauna 2017-2018, Menningarverðlauna DV, Nordic Architecture Fair Award í Gautaborg (hlaut sérstaka viðurkenningu), Hönnunarverðlauna Íslands og Rosa Barba International Landscape Prize í Barcelona og hlaut þau verðlaun í september 2018.

Saxhóll crater stairway winds it´s way up the hillside of a small crater in Snæfellsjökull National Park. A low-set metal stair follows the path’s course to the top. The stair is made up of modules three meters long and 1.5 meters wide that hold seven treads each between solid stringers with open risers. The units join together “like a necklace on the slope. Awarded Rosa Barba International Landscape Prize 2018. 

Ár

2015

Verkkaupi

Umhverfisstofnun

Stærð

900 m²

Framkvæmd

lokið