Landslag

Verkefni > Skóla og leikskólalóðir

Bjarkavellir

Leikskóli í Hafnarfirði

 

Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ

Hannað árið 2014

Framkvæmdartími 2015-2016

Arkitektar húss:  ASK arkitektar

Bjarkavellir mun verða hundrað barna leikskóli á 4 deildum.  Leiksvæði er skipt upp í tvö svæði þar sem yngri börn fá sérafnot af hluta af lóðinni.  Þar er hugsað fyrir rólegri leik en þó fjölbreytt og rúmgott, hólar og hæðir. Svæði fyrir eldri börn er á stærra svæði lóðar og mikið lagt uppúr því að leiksvæðið sé fjölbreytt með góða rýmismyndun.  Klifur, rólur, smíðaleikur, jafnvægi, sandkassi, vatnsleikur ásamt smíðakrók sem einnig nýtist sem listasmiðja.  Einnig er mikilvægt að hafa stóra rúmgóða grasflöt þar sem hægt er að vera í frjálsum leik, boltaleik ofl.  Hólar og hæðir til að leika í og nýta sem sleðabrekku á veturna.  Einnig eru setþrep og svið þar sem hægt er að sitja og syngja, útikennsla o.þ.h.  Matjurtaræktun þar sem börn fá að kynnast því að rækta eigið grænmeti ásamt ávaxta- og berjatrjám. Undir leiktækjum er notað viðurkennt fallvarnarefni mynstrað upp með litum.

Ár

2014

Framkvæmd

Lokið

Samvinna

ASK arkitektar