Þjónusta
Landslag er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði landslagsarkitektúrs og skipulags með umfangsmikla og breiða reynslu á öllum sviðum fagsins.
Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á vandaðar og frumlegar hönnunarlausnir í verkefnum og gætum ávallt að samspili mannlífs og umhverfis.
Viðfangsefnin spanna allt frá aðalskipulagi stórra sveitarfélaga og snjóflóðavörnum yfir í smærri lóðarhönnunarverkefni.
Við veitum alhliða þjónustu á öllum stigum skipulags og landslagsarkitektúrs.
Dæmi um verkefni á sviði skipulags og landslagshönnunar:
- Aðalskipulag
- Deiliskipulag
- Útivistarsvæði, stígagerð og opin svæði
- Ferðamannastaðir
- Tjaldsvæði
- Sundlaugar
- Borgarhönnun, götur og torg
- Kirkjugarðar
- Skólar og leikskólar
- Fyrirtæki og opinberar stofnanir
- Fjölbýli og einkalóðir
- Snjóflóðavarnir
- Greining svæða, úttektir, áætlanir o.fl.
Dæmi um önnur verkefni eru:
- Eftirlit með framkvæmdum
- Þarfagreining á borgarumhverfi
- Greining á sérstöðu og tækifærum svæða ??
- Magntöku og kostnaðaráætlanir
- Umhverfisúttektir
- Upplýsingakort
- Viðhaldsáætlanir grænna svæða
- Skógræktaráætlanir
- o.fl.
Landslag er með skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri.
Stefna
Hlutverk Landslags er að bæta umhverfi og samfélag með metnaðarfullum lausnum á sviði landslagsarkitektúrs og skipulags.
Gildin okkar eru:
FAGMENNSKA
- Við nýtum og miðlum reynslu okkar og þekkingu
- Við höfum gæði að leiðarljósi í öllum verkefnum
SKÖPUN
- Við erum hugmyndarík og finnum lausnir sem taka mið af aðstæðum
- Við gætum að samspili mannlífs og umhverfis við útfærslu lausna
KRAFTUR
- Við sýnum frumkvæði
- Við lítum á áskoranir sem tækifæri og tökumst óhikað á við nýjungar
Sagan
Starfsemi Landslags má rekja allt til ársins 1963. Fyrirtækið byggir á starfsferli Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts sem starfrækti teiknistofu undir sínu eigin nafni árin 1963-1989. Nafn stofunnar breyttist í Landslagsarkitektar RV & ÞH þegar Þráinn Hauksson gerðist meðeigandi árið 1989. Nafnið Landslag ehf. var tekið upp árið 1999 þegar meðeigendum fjölgaði. Eigendur Landslags eru: Eiður Páll Birgisson, Elízabet Guðný Tómasdóttir, Finnur Kristinsson, Inga Rut Gylfadóttir, Ingvar Ívarsson, Ómar Ívarsson og Þráinn Hauksson. Framkvæmdastjóri er Finnur Kristinsson og stjórnarformaður er Þráinn Hauksson.
You must be logged in to post a comment.