Stofan

Þjónusta


Landslag er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði landslagsarkitektúrs og skipulags með umfangsmikla og breiða reynslu á öllum sviðum fagsins.

Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á vandaðar og frumlegar hönnunarlausnir í verkefnum og gætum ávallt að samspili mannlífs og umhverfis.

Viðfangsefnin spanna allt frá aðalskipulagi stórra sveitarfélaga og snjóflóðavörnum yfir í smærri lóðarhönnunarverkefni.

Við veitum alhliða þjónustu á öllum stigum skipulags og landslagsarkitektúrs.

Dæmi um verkefni á sviði skipulags og landslagshönnunar:

 • Aðalskipulag
 • Deiliskipulag
 • Útivistarsvæði, stígagerð og opin svæði
 • Ferðamannastaðir
 • Tjaldsvæði
 • Sundlaugar
 • Borgarhönnun, götur og torg
 • Kirkjugarðar
 • Skólar og leikskólar
 • Fyrirtæki og opinberar stofnanir
 • Fjölbýli og einkalóðir
 • Snjóflóðavarnir
 • Greining svæða, úttektir, áætlanir o.fl.

Dæmi um önnur verkefni eru:

 • Eftirlit með framkvæmdum
 • Þarfagreining á borgarumhverfi
 • Greining á sérstöðu og tækifærum svæða ??
 • Magntöku og kostnaðaráætlanir
 • Umhverfisúttektir
 • Upplýsingakort
 • Viðhaldsáætlanir grænna svæða
 • Skógræktaráætlanir
 • o.fl.

Landslag er með skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri.

 


Stefna

Hlutverk Landslags er að bæta umhverfi og samfélag með metnaðarfullum lausnum á sviði landslagsarkitektúrs og skipulags.

Gildin okkar eru:

FAGMENNSKA
 • Við nýtum og miðlum reynslu okkar og þekkingu
 • Við höfum gæði að leiðarljósi í öllum verkefnum
SKÖPUN
 • Við erum hugmyndarík og finnum lausnir sem taka mið af aðstæðum
 • Við gætum að samspili mannlífs og umhverfis við útfærslu lausna
KRAFTUR
 • Við sýnum frumkvæði
 • Við lítum á áskoranir sem tækifæri og tökumst óhikað á við nýjungar

Sagan

Starfsemi Landslags má rekja allt til ársins 1963. Fyrirtækið byggir á starfsferli Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts sem starfrækti teiknistofu undir sínu eigin nafni árin 1963-1989.  Nafn stofunnar breyttist í Landslagsarkitektar RV & ÞH þegar Þráinn Hauksson gerðist meðeigandi árið 1989. Nafnið Landslag ehf. var tekið upp árið 1999 þegar meðeigendum fjölgaði. Eigendur Landslags eru: Eiður Páll Birgisson, Elízabet Guðný Tómasdóttir, Finnur Kristinsson, Inga Rut Gylfadóttir, Ingvar Ívarsson, Ómar Ívarsson og Þráinn Hauksson. Framkvæmdastjóri er Finnur Kristinsson og stjórnarformaður er Þráinn Hauksson.