Lækjartorg

04/08/2022

Landslag

Í tilefni Hinsegin daga rifjum við upp tillögu Landslags, BarkStudio, Mannvit og Andri Snær Magnason að hönnun Lækjartorgs. Þar lögðum við til eftirfarandi: “Í stað Persilklukkunnar er komið fyrir stafrænni skilaboðaskjóðu Reykjavíkurborgar á gluggalausum veggfleti á Lækjartorgi 1. Þar verður miðlað upplýsinum um tímann, veðrið og jákvæðum skilaboðum miðlað til samborgaranna.
Skilaboðaskjóðan er stafrænn skjár sem getur tekið á sig ýmsar myndir allt frá praktískum textaskilaboðum yfir í listrænar innsetningar. Auglýsingar verði þó ekki heimilaðar.” Myndin sýnir einmitt hvernig nota megi skilaboðaskjóðuna á Hinsegin dögum. Tillagan vann ekki keppnina en gaman að sjá að Reykjavíkurborg greip hugmyndina um skilaboðaskjóðuna strax í vor og notar nú þennan veggflöt fyrir jákvæð skilaboð til samborgaranna. Allt í góðu #happypride2022.

Til baka

Fyrri frétt

Jafnlaunastaðfesting

Við viljum þakka öllum sem komu á 60 ára afmæli

Gleðileg jól og farsælt ár 2023

Reynir Vilhjalmsson hlaut Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands 2022