Tröppustígur upp á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli er tilnefndur til norrænna verðlauna í arkitektúr. Verðlaunin verða veitt í tengslum við Nordic Architecture Fair 2017 ráðstefnuna í Gautaborg 7. og 8. nóvember. Alls voru 134 verk send inn í keppnina en einungis átta tilnefnd.
Verkefnið var unnið fyrir Umhverfisstofnun og er eina verk landslagsarkitekta meðal tilnefndra og jafnframt eina íslenska verkið sem komst í úrslitin. Himnastiginn eins og hann er stundum kallaður kom okkur svo sannarlega upp í skýin með þessari viðurkenningu, enda verk keppinautanna hvert öðru glæsilegra. Í meðfylgjandi fréttatilkynningu sést að þarna erum við í félagsskap með mörgum af þekktustu arkitektastofum Norðurlanda
Myndir af verkinu má nálgast hér