Tilnefning til hönnunarverðlauna Íslands 2017

Tröppustígur við Saxhól hefur verið tilnefndur til hönnunarverðlauna Íslands en þau verða veitt þann 9. nóvember næstkomandi.

Segir meðal annars í umsögn dómnefndar:

„Stígurinn er gott dæmi um hverig hlúa má á faglegan og fagurfræðilegan hátt að vinsælum ferðamannastöðum með áherslu á verndun viðkvæmrar náttúru. tröppustígurinn er smíðaður úr svörtu stáli og látinn ryðga og samlagast þannig um leið rauðleitum tónum eldgígsins. Hönnunin er mínímalísk, smíðin fáguð og fíngerður strúktúrinn liðast á ljóðrænan hátt upp gamla farveginn.“

Hægt er að sjá fleirri verk tilnefnd til hönnunarverðlauna 2017 hér

Myndir af verkinu má nálgast hér