Landslag á HönnunarMars

Borgarhönnun og lýðheilsa

Opið hús verður föstudaginn 16. mars á vinnustofunni okkar að Skólavörðustíg 11.

Sýning á völdum verkum ásamt erindum um lýðheilsu í borgarumhverfinu með áherslu á landslagsarkitektúr.

Hvað er gott borgarumhverfi, hvernig viljum við sjá þéttingu byggðar þróast, mannlífið í bæjum og borginni, hvað eru streituvaldar og hvernig náum við fram streitulosun í borg.

Það verður góð stemning hjá okkur, erindi, spjall, tónlist og veitingar.

Verið velkomin.