Fréttir

 • Landslag wins Rosa Barba International Landscape Prize 2018

  08. November, 2018

  Landslag won the International Rosa Barba Landscape Prize for Saxhóll Crater Stairway at the 10th Landscape Biennal in Barcelona this fall. Landslag hlaut ein virtustu alþjóðlegu verðlaunin sem veitt eru fyrir landslagsarkitektúr í Evrópu fyrir hönnun á tröppustíg á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. (more…)
 • Tilnefning til Rosa Barba´s International Landscape Prize

  26. September, 2018

  Landslag ehf er tilnefnt til Rosa Barba Landscape Prize fyrir hönnun tröppustígsins upp á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.  Verðlaunin verða veitt þann 28. september í tengslum við  Landslagarkitektúrtvíæringinn í Barcelóna sem nú er haldinn í tíunda sinn. (more…)
 • Landslag á HönnunarMars

  16. March, 2018

  Borgarhönnun og lýðheilsa Opið hús verður föstudaginn 16. mars á vinnustofunni okkar að Skólavörðustíg 11. Sýning á völdum verkum ásamt erindum um lýðheilsu í borgarumhverfinu með áherslu á landslagsarkitektúr. (more…)
 • Vífilsstaðaland – Samkeppni um rammaskipulag

  22. December, 2017

  Förum glöð inn í jólahátíðina með 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ. Tillagan var unnin í samstarfi við Batteríið arkitektar og EFLA. Hlökkum til að útfæra nánar í ramma- og deiliskipulagi í samráði við alla hagsmunaaðila á svæðinu (more…)
 • LANDSLAG LEITAR AÐ LIÐSAUKA

  17. November, 2017

  Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum landslagsarkitekt í okkar lið, til starfa við spennandi og fjölbreytt verkefni á skapandi og lifandi vinnustað í hjarta miðborgarinnar. (more…)
 • Nýr Skerjafjörður

  31. October, 2017

  Tillaga Ask arkitekta, Eflu og Landslags um framtíðaruppbyggingu í Nýja Skerjafirði var hlutskörpust í hugmyndaleit um tillögur að byggð á svæðinu. (more…)
 • Tilnefning til norrænna verðlauna í arkitektúr

  26. October, 2017

  Tröppustígur upp á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli er tilnefndur til norrænna verðlauna í arkitektúr. Verðlaunin verða veitt í tengslum við Nordic Architecture Fair 2017 ráðstefnuna í Gautaborg 7. og 8. nóvember. Alls voru 134 verk send inn í keppnina en einungis átta tilnefnd. (more…)
 • SAMARK

  20. March, 2017

  Landslag - teiknistofa og ARKÍS arkitektar eru aðilar að Samark og taka saman þátt í þessari sýningu með rammaskipulagi Elliðavogs og Ártúnshöfða. Skipulagið var unnið í samstarfi við Verkís í framhaldi af 1. verðlaunatillögu í samkeppni um þetta stóra uppbyggingarsvæði. Sjáumst í Hörpu í lok vikunnar.
 • Umhverfisfrágangur við Klambratún

  13. March, 2017

  Landslag hannaði umhverfisfrágang í tengslum við nýja forgangsrein strætó, hljóðvarnir og hjóla- og göngustíg á Miklubraut við Klambratún. Það má segja að við þetta stækki Klambratúnsgarðurinn því stígarnir verða í vari af lágum hljóðvörnum og gróðri næst umferðinni. http://reykjavik.is/…/nyjar-straetoakreinar-og-hljodvarnir-…
 • Tilnefning til menningarverðlauna DV

  04. March, 2017

  Áningnarstaður við Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli var á dögunum tilnefndur til menningarverðlauna DV á sviði arkítektúrs. (more…)
 • Nýr borgarhluti í mótun

  18. February, 2017

  Landslag tekur þátt í þessum spennandi verkefnum Reykjavíkurborgar, þ.e. nýlega samþykktu rammaskipulagi fyrir Elliðavog og Ártúnshöfða og þróunarverkefninu "Grensásvegur-Gullinbrú, samgöngu- og þróunarás. Í báðum verkefnum er hágæða samgöngukerfi, léttlesta eða hraðvagna mótað inn í framtíðar borgarumhverfi. Kíkið endilega og fáið frekari upplýsingar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira hér: http://www.visir.is/nytt-hverfi-ris-a-artun…/…/2017170229771  
 • Reykjavík Music Walk

  02. February, 2017

  Gerðumst túristar í eigin borg og röltum með Arnar Eggert Thoroddsen (þgf) um miðborgina og fræddumst rokksögustaði Reykjavíkur í hádeginu #rokkogröltíreykjavík. Vorum fyrstu íslensku kúnnarnir hjá Reykjavik Music Walk en alveg örugglega ekki þeir síðustu.  
 • Gufunes samkeppni

  19. December, 2016

  Gufunes var eitt af elstu býlum í Reykjavík og í gegnum tíðina hefur svæðið gegnt margvíslegum hlutverkum. Stórgrýtt strönd, stórbrotið og heillegt holtalandslag ásamt jökulminjum einkenna svæðið. (more…)
 • Lyngássvæði í Garðabæ.

  29. June, 2016

  1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag fyrir Lyngássvæði í Garðabæ. Markmið skipulagsins er að skapa heildstætt umhverfi fjölbreyttrar byggðar þar sem sérstök áhersla er lögð á þarfir ungra fjölskyldna: Lækkun útgjalda heimilanna td. samgöngukostnað. Bættar tengingar milli hverfa, bætt aðgengi að skólum, útivistarsvæðum, verslun og þjónustu. Hagkvæmt húsnæði sem mætir þörfum ungra fjölskyldna (more…)
 • Elliðahöfn við Ártúnshöfða

  11. November, 2015

  Vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi Tillaga Landslags, Arkís og Verkís í samstarfi við Dr. Bjarna Reynarsson hlaut 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Tillagan byggir á náttúrufarslegum einkennum svæðisins, og leitast við að skapa sterkan staðaranda. Einnig er lögð áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun. (more…)
 • Laugavegur samkeppni

  01. January, 2015

  Meginmarkmið höfunda er að hefja Laugaveg til vegs og virðingar sem helsta stræti miðborgar Reykjavíkur. Sígilt, stílhreint og hlýlegt yfirbragð undirstrikar forgang gangandi, skapar aðlaðandi umhverfi og vænlegan starfsgrundvöll fyrir verslanir og veitingastaði. Meginhugmynd tillögunnar byggir á skírskotun í sögu Reykjavíkur ásamt vandlegri greiningu á staðháttum, svo sem hæðarlegu, skuggavarps og tengingu við aðliggjandi almenningsrými. Á mótum Laugavegar og Vatnsstígs er hábunga í landhalla götunnar og þar með vatnaskil. (more…)
 • Skipulag Öskjuhlíðar

  25. October, 2013

  Landslag hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Í niðurstöðu dómnefndar segir að tillagan sé metnaðarfull með skýrri hugmynd þar sem geislar út frá Perlunni tengja hana við Öskjuhlíðina og nærumhverfið, þannig að svæðið verði öruggara og aðgengilegra öllum. (more…)
 • 50 ára afmælisári

  01. April, 2013

  Landslag stendur á stórum tímamótum árið 2013. Í apríl verða 50 ár liðin frá því að Reynir Vilhjálmsson hóf störf sem landslagsarkitekt á Íslandi, en teiknistofan byggir á samfelldum rekstri Reynis og meðeiganda hans síðan þá. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi fyrirtæki í skipulagi og landslagshönnun og hefur starfsfólk teiknistofunnar í gegnum tíðina gert margan garðinn frægan með frjórri hugsun og vönduðum vinnubrögðum. (more…)
 • Hörputorg verðlaunað

  28. October, 2011

  Torgið við Hörpu hlaut verðlaun sem besta norræna almenningsrýmið á Arkitekturmässan í Gautaborg 24. október. Það er mikill heiður þegar horft er til annarra tilnefndra verka og höfunda þeirra. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd hönnunarteymisins. Norskar teiknistofur unnu tvenn verðlaun, Snöhetta arkitektar fyrir Reindeer Pavillion sem „besta norræna byggingin“ og Dahl og Uhre arkitektar fyrir „besta norræna bæjarskipulagið“ í Nuuk á Grænlandi. (more…)
 • RONG FLERBRUKSHALL

  24. June, 2010

  Batteríið arkitektar og Landslag í samstarfi við Arkitektgruppen Cubus unnu lokaða samkeppni um Flerbrukshall í Rong í Öygarden kommune í skerjagarðinum fyrir utan Bergen. (more…)