-
Tilnefning til Rosa Barba´s International Landscape Prize
26. September, 2018
Landslag ehf er tilnefnt til Rosa Barba Landscape Prize fyrir hönnun tröppustígsins upp á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Verðlaunin verða veitt þann 28. september í tengslum við Landslagarkitektúrtvíæringinn í Barcelóna sem nú er haldinn í tíunda sinn.
-
Vífilsstaðaland – Samkeppni um rammaskipulag
22. December, 2017
Förum glöð inn í jólahátíðina með 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ. Tillagan var unnin í samstarfi við Batteríið arkitektar og EFLA.
Hlökkum til að útfæra nánar í ramma- og deiliskipulagi í samráði við alla hagsmunaaðila á svæðinu
-
Nýr Skerjafjörður
31. October, 2017
Tillaga Ask arkitekta, Eflu og Landslags um framtíðaruppbyggingu í Nýja Skerjafirði var hlutskörpust í hugmyndaleit um tillögur að byggð á svæðinu.
-
Tilnefning til hönnunarverðlauna Íslands 2017
30. October, 2017
Tröppustígur við Saxhól hefur verið tilnefndur til hönnunarverðlauna Íslands en þau verða veitt þann 9. nóvember næstkomandi.
-
Tilnefning til norrænna verðlauna í arkitektúr
26. October, 2017
Tröppustígur upp á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli er tilnefndur til norrænna verðlauna í arkitektúr. Verðlaunin verða veitt í tengslum við Nordic Architecture Fair 2017 ráðstefnuna í Gautaborg 7. og 8. nóvember. Alls voru 134 verk send inn í keppnina en einungis átta tilnefnd.
-
Tilnefning til menningarverðlauna DV
04. March, 2017
Áningnarstaður við Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli var á dögunum tilnefndur til menningarverðlauna DV á sviði arkítektúrs.
-
Lyngássvæði í Garðabæ.
29. June, 2016
1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag fyrir Lyngássvæði í Garðabæ.
Markmið skipulagsins er að skapa heildstætt umhverfi fjölbreyttrar byggðar þar sem sérstök áhersla er lögð á þarfir ungra fjölskyldna: Lækkun útgjalda heimilanna td. samgöngukostnað. Bættar tengingar milli hverfa, bætt aðgengi að skólum, útivistarsvæðum, verslun og þjónustu. Hagkvæmt húsnæði sem mætir þörfum ungra fjölskyldna
-
Elliðahöfn við Ártúnshöfða
11. November, 2015
Vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi
Tillaga Landslags, Arkís og Verkís í samstarfi við Dr. Bjarna Reynarsson hlaut 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Tillagan byggir á náttúrufarslegum einkennum svæðisins, og leitast við að skapa sterkan staðaranda. Einnig er lögð áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun. …
-
Skipulag Öskjuhlíðar
25. October, 2013
Landslag hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar.
Í niðurstöðu dómnefndar segir að tillagan sé metnaðarfull með skýrri hugmynd þar sem geislar út frá Perlunni tengja hana við Öskjuhlíðina og nærumhverfið, þannig að svæðið verði öruggara og aðgengilegra öllum.
-
Hörputorg verðlaunað
28. October, 2011
Torgið við Hörpu hlaut verðlaun sem besta norræna almenningsrýmið á Arkitekturmässan í Gautaborg 24. október. Það er mikill heiður þegar horft er til annarra tilnefndra verka og höfunda þeirra. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd hönnunarteymisins. Norskar teiknistofur unnu tvenn verðlaun, Snöhetta arkitektar fyrir Reindeer Pavillion sem „besta norræna byggingin“ og Dahl og Uhre arkitektar fyrir „besta norræna bæjarskipulagið“ í Nuuk á Grænlandi.