• Vífilsstaðaland – Samkeppni um rammaskipulag

  22. December, 2017

  Förum glöð inn í jólahátíðina með 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ. Tillagan var unnin í samstarfi við Batteríið arkitektar og EFLA.

  Hlökkum til að útfæra nánar í ramma- og deiliskipulagi í samráði við alla hagsmunaaðila á svæðinu

 • Nýr Skerjafjörður

  31. October, 2017

  Tillaga Ask arkitekta, Eflu og Landslags um framtíðaruppbyggingu í Nýja Skerjafirði var hlutskörpust í hugmyndaleit um tillögur að byggð á svæðinu.

 • Gufunes samkeppni

  19. December, 2016

  Gufunes var eitt af elstu býlum í Reykjavík og í gegnum tíðina hefur svæðið gegnt margvíslegum hlutverkum. Stórgrýtt strönd, stórbrotið og heillegt holtalandslag ásamt jökulminjum einkenna svæðið.

 • Lyngássvæði í Garðabæ.

  29. June, 2016

  1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag fyrir Lyngássvæði í Garðabæ.

  Markmið skipulagsins er að skapa heildstætt umhverfi fjölbreyttrar byggðar þar sem sérstök áhersla er lögð á þarfir ungra fjölskyldna: Lækkun útgjalda heimilanna td. samgöngukostnað. Bættar tengingar milli hverfa, bætt aðgengi að skólum, útivistarsvæðum, verslun og þjónustu. Hagkvæmt húsnæði sem mætir þörfum ungra fjölskyldna

 • Elliðahöfn við Ártúnshöfða

  11. November, 2015

  Vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi

  Tillaga Landslags, Arkís og Verkís í samstarfi við Dr. Bjarna Reynarsson hlaut 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Tillagan byggir á náttúrufarslegum einkennum svæðisins, og leitast við að skapa sterkan staðaranda. Einnig er lögð áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun.

 • Laugavegur samkeppni

  01. January, 2015

  Meginmarkmið höfunda er að hefja Laugaveg til vegs og virðingar
  sem helsta stræti miðborgar Reykjavíkur. Sígilt, stílhreint og hlýlegt
  yfirbragð undirstrikar forgang gangandi, skapar aðlaðandi umhverfi
  og vænlegan starfsgrundvöll fyrir verslanir og veitingastaði.

  Meginhugmynd tillögunnar byggir á skírskotun í sögu Reykjavíkur
  ásamt vandlegri greiningu á staðháttum, svo sem hæðarlegu,
  skuggavarps og tengingu við aðliggjandi almenningsrými.
  Á mótum Laugavegar og Vatnsstígs er hábunga í landhalla
  götunnar og þar með vatnaskil.

 • Skipulag Öskjuhlíðar

  25. October, 2013

  Landslag hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar.

  Í niðurstöðu dómnefndar segir að tillagan sé metnaðarfull með skýrri hugmynd þar sem geislar út frá Perlunni tengja hana við Öskjuhlíðina og nærumhverfið, þannig að svæðið verði öruggara og aðgengilegra öllum.

 • RONG FLERBRUKSHALL

  24. June, 2010

  Batteríið arkitektar og Landslag í samstarfi við Arkitektgruppen Cubus unnu lokaða samkeppni um Flerbrukshall í Rong í Öygarden kommune í skerjagarðinum fyrir utan Bergen.