• Hörputorg verðlaunað

    28. October, 2011

    Torgið við Hörpu hlaut verðlaun sem besta norræna almenningsrýmið á Arkitekturmässan í Gautaborg 24. október. Það er mikill heiður þegar horft er til annarra tilnefndra verka og höfunda þeirra. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd hönnunarteymisins. Norskar teiknistofur unnu tvenn verðlaun, Snöhetta arkitektar fyrir Reindeer Pavillion sem „besta norræna byggingin“ og Dahl og Uhre arkitektar fyrir „besta norræna bæjarskipulagið“ í Nuuk á Grænlandi.