Landslag

Landslag ehf er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði landslagsskipulags og landslagshönnunar með mikla og breiða reynslu á öllum sviðum fagsins.
Fyrirtækið byggir á samfelldum rúmlega 40 ára starfsferli Reynis Vilhjálmssonar síðan 1963. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt á þessum tíma.

Viðfangsefnin spanna allt frá aðalskipulagi stórra sveitarfélaga og snjóflóðavörnum yfir í smærri lóðarhönnunarverk. Starfsfólk teiknistofunnar hefur átt aðkomu að fjölmörgum vinningstillögum í samkeppnum og alútboðum á liðnum árum.

Á löngum ferli teiknistofunnar hefur starfsfólk öðlast ýmsa sérhæfingu og mikilvæga reynslu til viðbótar við menntun sína. Meginstyrkur starfsfólksins felst í eftirfarandi:

  • mikil reynsla af samstarfi við fjölda verkkaupa sem og arkitekta- og verkfræðistofa.
  • heildarsýn á alla þá þætti sem móta hvert og eitt viðfangsefni.
  • góð staðháttaþekking jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem víðast hvar á landsbyggðinni.
  • tækniþekking, svo sem hæðarsetningar og afleiðingar þeirra.
  • trjáræktarþekking og reynsla

Starfssvið

SKIPULAG:
Aðalskipulag
Skipulag útivistar-, íbúðar- og stofnanasvæða
Landslagsgreining
Mannvirki í viðkvæmu landslagi
Trjáræktarskipulag

HÖNNUN:
Stórframkvæmdir í opnu landslagi
Snjóflóðavarnagarðar
Umhverfi stofnbrauta og vega
Útivistarsvæði og skrúðgarðar
Íþróttasvæði og skemmtigarðar
Stofnanalóðir
Lóðir verslunar- og þjónustubygginga
Skóla- og leikskólalóðir
Umhverfisvænar ofanvatnslausnir

Um Landslag

Landslag ehf er stofnað: 1999
Byggt á: Teiknistofu Reynis Vilhjálmssonar 1963-1989, Landslagsarkitektar RV & ÞH 1989-1999

Heimilisfang: Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík, Ísland
Sími: +354 – 535 5300

tölvupóstur

Fyrirtækið er einkahlutafélag og er kennitala þess 500299-2319.
Eigendur eru Þráinn Hauksson, Finnur Kristinsson, Eiður Páll Birgisson, Elízabet Guðný Tómasdóttir, Ingvar Ívarsson og Ómar Ívarsson

Stjórnarformaður er Þráinn Hauksson og framkvæmdastjóri er Finnur Kristinsson.