Torgið við Hörpu tilnefnt til norrænna verðlauna

14.10.2011

Útisvæðið við Hörpu er meðal verkefna sem tilnefnd eru til norrænna verðlauna sem veitt verða í fyrsta sinn á Arkitekturmässan í Gautaborg þ. 24. október næstkomandi. Tilnefningin er í flokknum „best new public space“ og keppir þar við verk margverðlaunaðra teiknistofa arkitekta og landslagsarkitekta. Landslag hannaði torgið í samstarfi við Batteríið arkitekta og í samráði við Henning Larsen Architects og Ólaf Elíasson listamann. Verkfræðiráðgjöf var á höndum Mannvits og Verkís. Verkkaupi er Totus og Reykjavíkurborg.
Hér má sjá allar tilnefningarnar á heimasíðu Arkitekturmässan i Göteborg
Meira um lóð Hörpu og Kalkofnsveg hér