Svartiportfoss, Menningarnótt 2008

21.08.2008

Í miðbæ Reykjavíkur leynast falleg afdrep á milli húsa. Getur verið að einhvers staðar sé falið landslag? Menningarnæturgestum gefst nú kostur á að finna falinn fjársjóð í portinu milli Laugavegs 18 og 20 (beint á móti Sirkustorginu). Þar verður eitt þessara leyndarmála afhjúpað með vígslu tímabundins torgs kl. 13:00, en af því tilefni flytur dúettinn Sandís tónlistargjörning með tónlist eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Sandísi skipa þær Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir á selló og Hafdís Bjarnadóttir á rafgítar.
Hönnuður torgsins er Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt – Landslagi ehf. Fjölbreitt dagskrá verður á torginu, sem nefnist Svartiportfoss, fram eftir degi.

Að verkinu koma veitingastaðurinn Café Oliver, Landslag ehf og Torf.is, ásamt vinnuframlagi frá borginni.