Reynir Vilhjálmsson sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

17.06.2010

Reynir Vilhjálmsson sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og stofnandi Landslags var í dag sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Heiðursmerkið fær Reynir fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis.
Landslag ehf byggir á samfelldum tæplega hálfrar aldar teiknistofurekstri Reynis frá því hann hóf störf hér á landi vorið 1963.

Starfsfólk Landslags óskar Reyni hjartanlega til hamingju með þá miklu viðurkenningu sem honum, fyrirtæki hans og starfssviði landslagsarkitekta í heild sinni er sýnd.

Frétt af heimasíðu forsetaembættisins