Landslag leggur land undir fót

24.11.2008

Starfsmenn Landslags fóru í fræðslu- og skemmtiferð til Bilbao á norður Spáni þann 16. -20. október s.l. og gerðu víðreist um héruð Baska.

Bilbao er lítil og stórskemmtileg borg sem hefur gengið í gegnum mikið breytingarskeið og endurnýjun á stuttum tíma. Í borginni búa um 350 þúsund manns og hún situr í þröngu dalverpi við norðurströnd Spánar, umkringd fjöllum meðfram Nervión ánni.

Helsta aðdráttaraflið í ferðinni var Guggenheim safnið og fjöldinn allur af vel heppnuðum almenningstorgum og opnum grænum svæðum við ánna sem liðast í gegnum borgina. Umhverfisvænar samgöngur eru í hávegum hafðar með samfelldu stígakerfi, metró og hljóðlátum sporvögnum sem liðu eftir grasigrónu belti á árbakkanum. Maturinn var heldur ekki af verri endanum, Pintxos, Baccalao og ljúffengar nautasteikur og skammt í gott matarvín með Rioja vínhéruðin rétt handan við hæðina.

Skoðaðu myndirnar úr myndasamkeppninni