Friðlýsing fimm svæða í Hafnarfirði

03.04.2009

Undirskrift friðlýsinga

Föstudaginn 3. apríl skrifuðu bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson og umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir undir yfirlýsingu og auglýsingu um friðlýsingu fimm svæða í landi Hafnarfjarðarbæjar.
Svæðin eru  þar með friðlýst samkvæmt 53. og 55. grein laga um náttúruvernd nr. 44/1999.

Svæðin eru;
1. Hvaleyrarlón og fjörur Hvaleyrar verði friðlýstar sem fólkvangur.
2. Hleinar að Langeyrarmölum verði friðlýstar sem fólkvangur.
3. Stekkjarhraun verði friðlýst sem fólkvangur.
4. Kaldárhraun og Gjárnar verði friðlýstar sem náttúruvætti.
5. Litluborgir verði friðlýstar sem náttúruvætti.

Undirskriftin fór fram á Hleinum að Langeyrarmölum.

Landslag ehf var ráðgjafi við afmörkun svæðanna, umfjöllun um þau í nefndum og ráðum sveitarfélagsins og við gerð uppdrátta fyrir hvert og eitt þessara svæða.

Frétt og nánari umfjöllun á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins [hér]

Frétt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar [hér]