150. hönnunarfundur Hellisheiðarvirkjunar

05.03.2009

Landslag er aðili að ráðgjafahópi Orkuveitu Reykjavíkur við hönnun virkjana á Hengilssvæðinu.

19. febrúar síðastliðinn var haldinn 150. Hönnunarfundurinn og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Í hönnunarhópnum eru auk Landslags, sem sér um skipulagsmál og frágang á virkjanasvæðinu eru:  Mannvit, Verkís og Tark arkitektar. Ráðgjafafyrirtækin hafa unnið saman við hönnun virkjana fyrir Orkuveituna frá 1996 þegar formleg hönnun Nesjavallavirkjunar fór af stað.

Á myndinni eru sitjandi talið frá vinstri:
Helgi Leifsson – OR
Claus Ballzus – Mannvit
Ingólfur Hrólfsson – OR
Sigurgeir Björn Geirsson – OR

Standandi talið frá vinstri:
Finnur Kristinsson – Landslag
Elín Hallgrímsdóttir – Mannvit
Jóhann Garðar Einarsson – Mannvit
Sigurður Guðjónsson – Verkís
Snæbjörn Jónsson – Verkís
Ivon S. Cilia – Tark
Jóhann Þór Magnússon – Mannvit