1. verðlaun í lokaðri samkeppni í Noregi

24.06.2010

Flerbrukshall samkeppnistillaga

Batteríið arkitektar og Landslag í samstarfi við Arkitektgruppen Cubus unnu lokaða samkeppni um Flerbrukshall í Rong í Öygarden kommune í skerjagarðinum fyrir utan Bergen. Aðrir þátttakendur voru dönsk og 2 norskar teiknistofur og voru stofurnar valdar úr hópi 38 umsækjenda. Samkeppnistillagan var unnin af íslensku aðilum hópsins.
Vinningstillagan ber nafnið „Livet mellom sprekkene“. Um er að ræða 4000 m² byggingu fyrir íþrótta- og menningarstarfsemi staðsett í sérstöku klettalandslagi skerjagarðsins. Byggingunni tilheyrir stór lóð, aðkomutorg, bílastæði, útsýnisstígar og -pallar.

Nýlega vann tillaga Batteríisins að fjölbýlishúsi í Sandnes kommune fyrir verktakafyrirtækið Kruse Smith í alútboðskeppni. Landslag er lóðarhönnuður.
Það má því segja að með þessum góða árangri í Noregi opnist austurvegur.

Fleiri myndir og teikningar af samkeppnistillögu á PDF formi (9.3 MB)

Meira um tillögurnar síðar.
Frétt af mbl.is