1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Lyngássvæðis í Garðabæ

29.06.2016

Lyngás

Batteríið arkitektar, Landslag og Mannvit unnu í samvinnu 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag fyrir Lyngássvæði í Garðabæ.
Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir m.a.:
„Tillagan byggir á sterkri heildarsýn sem hnýtir saman Lyngássvæðið, Hraunholtsslæk og Hafnarfjarðarveg á sannfærandi hátt. Höfundar gera ráð fyrir stokkalausn allt frá Litlatúni suður að Hraunsholti og skapa um leið góða götumynd við Hafnarfjarðarveg. Við miðsvæðið er vel útfært torg með tjarnarsvæði mótað af Hraunsholtslæk. Þar er einnig gert ráð fyrir blandaðri byggð, samgöngumiðstöð og bílastæðakjallara sem hægt er að samnýta Ásgarði á álagstímum. […]
Tillaga að nýrri aðkomu að Grundum gefur Hraunsholtslæk aukið vægi þar sem lækjarsvæðið myndar óslitinn grænan ás niður að Sjálandi með opnum tengingum við íbúðabyggð Lyngássvæðis. Íbúðabyggðin skartar fjölbreyttum húsaþyrpingum með skjólgóðum og sólríkum innigörðum auk góðra vegtenginga sem auðveldar umferðarflæði um hverfið og tengir vel við aðliggjandi byggð. […]
Umferðar- og götutengingar, útfærsla grænna svæða og byggð við Hafnarfjarðarveg eru sérstaklega vel leyst í tillögunni.“
Markmið bæjarstjórnar Garðabæjar með samkeppninni er að móta stefnu um byggð á svæðinu og vinna raunhæfa áætlun um uppbyggingu. Lögð er áhersla á spennandi íbúðarbyggð sem hentar ungu fjölskyldufólki í hæfilegri blöndu við verslun, þjónustu og skrifstofubyggingar. Einnig á góð tengsl við samgönguæðar, útivist og þjónustu. Leitast verði við að styrkja tengsl miðbæjar við svæðið við Hafnarfjarðarveg og norðan hans. Stefnt er að því að svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði til 15 ára í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Í kjölfar rammaskipulags verður deiliskipulag unnið í áföngum á grundvelli uppbyggingaráætlunar.
Þátttakendur Landslags í verkefninu Þráinn Hauksson landslagsarkitekt, Gísli Rafn Guðmundsson borgarhönnuður og Jón Rafnar Benjamínsson landslagsarkitekt. Þátttakendur frá Batteríinu voru arkitektarnir Sigurður Einarsson, Jóhanna Helgadóttir og Bergdís Bjarnadóttir. Þátttakendur Mannvits í verkefninu voru Ólöf Kristjánsdóttir samgönguverkfræðingur, Albert Skarphéðinsson samgönguverkfræðingur, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur og Bjarni Rúnar Ingvarsson samgönguverkfræðingur.Lyngás

Elliðahöfn við Ártúnshöfða

25.06.2015

Yfirlitsmynd

Vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi

Tillaga Landslags, Arkís og Verkís í samstarfi við Dr. Bjarna Reynarsson hlaut 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Tillagan byggir á náttúrufarslegum einkennum svæðisins, og leitast við að skapa sterkan staðaranda. Einnig er lögð áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun.
Landslag á Ártúnshöfða skiptir hverfinu í tvö meginsvæði, byggðina uppi á höfðanum og byggðina niðri við voginn. Grænt belti teiknar upp gömlu strandlínuna og brún höfðans og myndar suð- og austlægan jaðar fyrir neðri byggðina þar sem einnig verður meginæð í kerfi sjáfbærra ofanvatnslausna, en jaðarinn mun einnig verða nýttur sem almenningsrými. Ártúnshöfðinn er dreginn sérstaklega fram sem kennileiti með því að færa sjóinn aftur inn að honum með „Elliðahöfn“ sem sker sig inn í landfyllingu og skapar skilyrði fyrir lifandi byggð í nýju bryggjuhverfi sem snýr vel við sól og í skjóli fyrir hafgolu. Áberandi kennileitisbyggingar og útsýnispallur fremst á höfðanum styrkja þessa mynd.

Borgarlínan, eða samgöngu og þróunarás í samræmi við aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, liggur um Stórhöfða og er meginæð á efra svæðinu, en Sævarhöfðinn hlykkjast um neðra svæðið. Framlengdur Breiðhöfði liggur sem sjónás í gegnum efri og neðri byggðina þvert á Stórhöfða og Sævarhöfða og sameinar svæðin tvö. Frá Breiðhöfða er útsýni yfir Grafarvog til Esjunnar. Þessar þrjár götur fá yfirbragð breiðstræta og er Stórhöfðinn þeirra breiðastur til að rúma almenningssamgöngulausn sem valin verður fyrir borgarlínuna.

Meginkjarnar byggðarinnar myndast við torg þar sem Breiðhöfðinn sker Stórhöfða (Krossmýrartorg) og Sævarhöfða (Bryggjutorg). Efri byggðin nýtur útsýnis, almenningsgarða og torga, en sú neðri nálægðar við sjó og aðliggjandi náttúruperlur í Elliðaárdal og Grafarvogi. Svæðin njóta nálægðar hvort við annað.

Geirsnefi verði umbreytt í skjólgott og fjölbreytilegt útivistarsvæði fyrir aðliggjandi byggð og sem framlenging á útivistar- og náttúrusvæðinu í Elliðárdal.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: Tillagan skapar skýrar einingar í heildstæðu hverfi með margvíslegri útfærslu byggðarreita sem býður upp á fjölbreyttar húsagerðir. Að auki er gert ráð fyrir aðlaðandi og fjölbreyttum almenningsrýmum, sem og góðu samspili sjávar, lands og byggðar.
Greinargerð tillögunnar má sjá hér

Starfsstöð Landslags á Akureyri á 50 ára afmælisári eftir sameiningu við X2 hönnun - skipulag ehf

23.01.2013

Starfsfólk Landslags og X2

Landslag stendur á stórum tímamótum árið 2013. Í apríl verða 50 ár liðin frá því að Reynir Vilhjálmsson hóf störf sem landslagsarkitekt á Íslandi, en teiknistofan byggir á samfelldum rekstri Reynis og meðeiganda hans síðan þá. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi fyrirtæki í skipulagi og landslagshönnun og hefur starfsfólk teiknistofunnar í gegnum tíðina gert margan garðinn frægan með frjórri hugsun og vönduðum vinnubrögðum.
Það er því mikið gleðiefni að tilkynna að um síðastliðin áramót var gengið frá samkomulagi um sameiningu teiknistofanna Landslags ehf í Reykjavík og X2 hönnun – skipulag ehf á Akureyri. Eigendur og starfsmenn X2, bræðurnir Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og Ingvar Ívarsson landslagsarkitekt ganga í eigendahóp Landslags og reka héðan í frá starfsstöð sína á Akureyri í nafni Landslags. Ómar og Ingvar eru öllum hnútum kunnugir hjá Landslagi því þeir störfuðu hér um árabil þar til þeir fluttu heim til Akureyrar og hófu eigin ráðgjafarstarfsemi árið 2008. Með sameiningunni verður skotið styrkum stoðum undir rekstrargrundvöll starfstöðvarinnar á Akureyri sem og verkefni fyrirtækjanna á Norðurlandi. Landslag í Reykjavík fær jafnframt góðan bakhjarl, m.a. með reynslu Ómars af skipulagsmálum. Starfsstöð Landslags á Akureyri er til húsa í Kaupangi við Mýrarveg.
Þráinn Hauksson er stjórnarformaður Landslags og framkvæmdastjóri er Finnur Kristinsson. Aðrir eigendur Landslags eru auk þeirra Ingvars og Ómars landslagsarkitektarnir Elízabet Guðný Tómasdóttir og Eiður Páll Birgisson. Myndin að ofan er tekin við teiknistofuna á Skólavörðustíg 11 og er af öllu starfsfólki Landslags eftir sameiningu í ársbyrjun 2013.

Norræn verðlaun á Arkitekturmässan í Gautaborg.

28.10.2011

Torgið við Hörpu hlaut verðlaun sem besta norræna almenningsrýmið á Arkitekturmässan í Gautaborg 24. október. Það er mikill heiður þegar horft er til annarra tilnefndra verka og höfunda þeirra. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd hönnunarteymisins. Norskar teiknistofur unnu tvenn verðlaun, Snöhetta arkitektar fyrir Reindeer Pavillion sem „besta norræna byggingin“ og Dahl og Uhre arkitektar fyrir „besta norræna bæjarskipulagið“ í Nuuk á Grænlandi.

Harpa in exhibition at Världskulturmuseet

Arkitekturmässan í Gautaborg var nú haldin í fyrsta skipti. Áform eru um að festa hana í sessi sem stærsta norræna viðburðinn meðal arkitekta og landslagsarkitekta og halda annað hvert ár. Messan er sýning og ráðstefna með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Hápunktur messunnar var að veita í fyrsta skipti norræn verðlaun í arkitektúr í flokkunum þremur. Verkin skyldu hafa klárast á liðnu ári. Valnefndir í hverju hinna norrænu landa máttu tilnefna allt að 3 verk í hverjum flokki. Íslenska valnefndin var leidd af Guju Dögg Hauksdóttur arkitekt og í henni sátu auk hennar arkitektarnir Dagur Eggertsson, Olga Guðrún Sigfúsdóttir og Helgi Steinar Helgason. í flokknum „besta almenningsrýmið“ valdi nefndin torg við Hörpu (Landslag / Batteríið í samráði við HLA og Ólaf Elíasson. Verkfræðingar Mannvit og Verkís.

Rökstuðningur valnefndar var (lauslega þýtt úr ensku): Við hönnun torgsins er skírskotað til þróunar svæðisins í gegnum tíðina m.t.t. fyrra yfirbragðs, starfsemi og mannvirkja sem eru löngu horfin undir landfyllingar. Vatnsspegill aðgreinir landfyllingarhólma frá upprunalegri strandlínu. Aðgengi að torginu er um bryggjur sem kallast á við dvalarsvæði úr bryggjuviði þar sem byggingin liggur að höfninni.

Alþjóðleg dómnefnd skipuð arkitektum víða að úr heiminum valdi vinningsverk í hverjum flokki og voru verðlaun veitt á hátíðarkvöldi ráðstefnunnar sem haldið var í Världskulturmuseet þ. 24. október. Allar tilnefningar og verðlaunuð verk má sjá hér

Harpa outdoor areas awarded as "best nordic public space" in Gothenburg

27.10.2011

The plaza in front of Harpa, Reykjavik new concert and conference center just got the prize as best nordic public space at Arkitekturmässan in Gothenburg earlier this week. See all nominations and awards here
The project is the work of Landslag with Batteriid architects in consultation with Henning Larsen Architects and artist Olafur Eliasson. Engineers are Mannvit and Verkis.

Harpa in exhibition at Världskulturmuseet
Visitors in the exhibition at Världskulturmuseet

Harpa Reykjavik concert and conference center

19.10.2011

Since we still don´t have an english version of our homepage we refer to an article on the site design at Harpa concert and conference center on the developer´s website
View drawings…

Torgið við Hörpu tilnefnt til norrænna verðlauna

14.10.2011

Útisvæðið við Hörpu er meðal verkefna sem tilnefnd eru til norrænna verðlauna sem veitt verða í fyrsta sinn á Arkitekturmässan í Gautaborg þ. 24. október næstkomandi. Tilnefningin er í flokknum „best new public space“ og keppir þar við verk margverðlaunaðra teiknistofa arkitekta og landslagsarkitekta. Landslag hannaði torgið í samstarfi við Batteríið arkitekta og í samráði við Henning Larsen Architects og Ólaf Elíasson listamann. Verkfræðiráðgjöf var á höndum Mannvits og Verkís. Verkkaupi er Totus og Reykjavíkurborg.
Hér má sjá allar tilnefningarnar á heimasíðu Arkitekturmässan i Göteborg
Meira um lóð Hörpu og Kalkofnsveg hér

Landslag á Facebook / Landslag is now on Facebook

26.09.2011

Við höfum sett upp opna síðu fyrir Landslag ehf á Facebook. Þar munum við birta fréttaskot og myndir á óformlegri hátt en hér á heimasíðunni. Látið ykkur endilega „líka við“ Landslag á Facebook og þá fáið þið ný innlegg á vegginn á fésbókarsíðuna ykkar. Undir „Myndir“ má sjá flokkun í einstaka verk eða þemu. Skoðið Landslag ehf á Facebook

Landslag ehf is now on Facebook. If you „Like“ Landslag on Facebook you will be notified on new statuses as they appear. Take a look at Landslag ehf on Facebook
By viewing Photos on Landslag’s wall you can browse selected projects.

Sumarleyfalokun - Summer vacation

18.07.2011

Teiknistofan verður lokuð vegna sumarleyfa fram yfir verslunarmannahelgi.
Mætum aftur til starfa þriðjudaginn 2. ágúst n.k.
The studio is closed during summer vacation until August 2nd.

Lóð Hörpu

20.05.2011

Harpa

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hefur verið tekið í notkun. Landslag annaðist lóðarhönnun í samstarfi við arkitektastofuna Batteríið og í samráði við Henning Larsen arkitekter og Ólaf Elíasson listamann. Verkfræðihönnun var á höndum Mannvits og Verkís. Lóðarframkvæmdum er ekki lokið en verður það við vígslu hússsins í ágúst. Verkkkaupar eru Austurhöfn, Portus og Reykjavíkurborg. Landslag kom að verkinu sumarið 2010 og voru þá uppi áform um að ganga frá stórum hluta lóðarinnar til bráðabirgða, en hún er nánast öll ofan á 2ja hæða bílastæðahúsi. Eftir því sem hugmyndir þróuðust varð til nálgun með skírskotun í sögulega þróun svæðisins og yfirbragð hafnarsvæða og tók mið af væntingum um nothæft miðborgarrými og ekki síst þröngum fjárhagsramma. Sýnt var fram á að með slíkri nálgun mætti ganga frá lóðinni á varanlegri hátt en áður var ætlað innan ásættanlegra kostnaðarmarka.

Við upphaf byggðar í Reykjavík lá strandlínan utan við Arnarhól nánast í núverandi legu Kalkofnsvegar. Fyrri hluta síðustu aldar voru bryggjur í sjó fram í víkinni alveg út undir Ingólfsgarð, en þar safnaðist fólk gjarnan saman til að fylgjast með skipakomum. Við hönnun lóðarinnar er gömul sjávarstaða látin endurlífgast í spegiltjörnum meðfram Kalkofnsvegi. Harpa stendur því úti á eins konar hólma sem tengist við land með göngubryggjum sem skírskota til eldri bryggja í víkinni. Setpallar götumegin við tjarnirnar gefa tilefni til að byggingarinnar og spegilmynd hennar verði notið í hæfilegri fjarlægð. Torgið á hólmanum skiptist í þrennt. Að austanverðu er aðkomutorg fyrir blandaða umferð bíla, hjólandi og gangandi. Í skjólgóðum krikanum sem framhlið byggingarinnar myndar er dvalartorg í tengslum við veitingastaði og almenningsrými innandyra. Suðvesturhluti torgsins er hugsaður sem fjölnotatorg fyrir ýmsa tímabundna viðburði eins og stærri útitónleika, markaði og skautasvell. Þessi hluti torgsins mun að einhverju leyti endurmótast í tengslum við framtíðaruppbyggingu á reitnum í átt að miðborginni. Vestan við bygginguna verður spegiltjörn með yfirfall í fossi í sjó fram. Tjörnin verður umlukin stórri bryggjuverönd með möguleika á útiveitingaaðstöðu og setstöllum sem trappast í átt að Faxagarði. Við hönnun lóðarinnar hefur verið leitast við að greiða leiðir gangandi og hjólandi um lóðina og tengja hana vel við umhverfi sitt í miðborginni og út með ströndinni. Landslag vinnur nú að hönnun Kalkofnsvegar sem hægakstursgötu á kaflanum milli Hörpu og Seðlabankans. Þar er m.a. gert ráð fyrir nýjum gönguþverunum yfir götuna til móts við allar bryggjur og yfirborðsfrágangi með vísun í upprunalega strandlínu.

Skoðið kynningu á PDF formi (3,1 MB).
Hlustið á viðtal við Þráin Hauksson um lóð Hörpu í Víðsjá 17. maí s.l.

Jólakveðja Landslags 2010

19.12.2010

Jólakveðja Landslags 2010

Árið 2010 hefur verið viðburðaríkt og gefandi hjá Landslagi þrátt fyrir strembið rekstrarumhverfi. Auk hefðbundinna hönnunar- og skipulagsverkefna höfum við sent verk á sýningar nær og fjær, sinnt samfélagsverkum og hugmyndaþróun, flutt erindi og komið að námskeiðahaldi um sjálfbærar ofanvatnslausnir. Í þessu er falinn heiður en hann var þó mestur þegar Reynir Vilhjálmsson stofnandi teiknistofunnar var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis.

Á árinu var haldið áfram með hönnun samnorrænnar sýningar landslagsarkitekta „New Nordic Landscapes“ í Shanghai, þar sem Hellisheiðarvirkjun var jafnframt framlag Íslands með Landslag í hönnunarteyminu. Sýningin stóð yfir allt sumarið og var gerð skil með fyrirlestri í Norræna húsinu í haust. Verk okkar voru valin á fleiri sýningar, eins og „ManMade Environment“ sem er norræn farandsýning sem opnaði í Osló og kemur til Íslands næsta sumar. Snjóflóðavarnir á Siglufirði fóru til New York á „Nordic Models + Common Ground“ í Scandinavian house og er á „Íslensk samtímahönnun“ sem ferðast hefur frá Íslandi um Danmörku, Shanghai, Beijing og fer loks til Stokkhólms í febrúar 2011.

Haldið var í víking í byrjun árs og má segja að vel hafi borið í veiði við Noregsstrendur þegar fyrstu verðlaun unnust í lokaðri samkeppni um íþrótta- og menningarmiðstöð í skerjagarðinum við Bergen í góðu samstarfi við arkitekta Batteríisins og Cubus í Bergen. Verkið fer í frekari hönnun í ársbyrjun 2011.

Við þökkum samstarfsaðilum og verkkkaupum í gegnum tíðina gefandi samstarf og auðsýnt traust og trúum því að framtíðin sé björt þó fyrir hlutunum sé haft þessa dagana. Vonumst til að eiga áfram með ykkur samleið við að bæta umhverfi og mannlíf.

Landslag verður lokað milli jóla og nýárs en við mætum brött til leiks 3. janúar.

Starfsfólk Landslags óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skoðið gallerí…

Landslag með verk á ManMade Environment í Osló

19.10.2010

Landslag á verk á ManMade Environment, samnorrænni sýningu landslagsarkitekta sem er hluti af Oslóartriennalen 2010. Sýningin flyst til Danmerkur í byrjun næsta árs.
Landslag sýnir snjóflóðavarnir á Siglufirði með líkani úr plexigleri seom og landslagshönnun á svæði Hellisheiðarvirkjunar.
Nánar um sýninguna

1. verðlaun í lokaðri samkeppni í Noregi

24.06.2010

Flerbrukshall samkeppnistillaga

Batteríið arkitektar og Landslag í samstarfi við Arkitektgruppen Cubus unnu lokaða samkeppni um Flerbrukshall í Rong í Öygarden kommune í skerjagarðinum fyrir utan Bergen. Aðrir þátttakendur voru dönsk og 2 norskar teiknistofur og voru stofurnar valdar úr hópi 38 umsækjenda. Samkeppnistillagan var unnin af íslensku aðilum hópsins.
Vinningstillagan ber nafnið „Livet mellom sprekkene“. Um er að ræða 4000 m² byggingu fyrir íþrótta- og menningarstarfsemi staðsett í sérstöku klettalandslagi skerjagarðsins. Byggingunni tilheyrir stór lóð, aðkomutorg, bílastæði, útsýnisstígar og -pallar.

Nýlega vann tillaga Batteríisins að fjölbýlishúsi í Sandnes kommune fyrir verktakafyrirtækið Kruse Smith í alútboðskeppni. Landslag er lóðarhönnuður.
Það má því segja að með þessum góða árangri í Noregi opnist austurvegur.

Fleiri myndir og teikningar af samkeppnistillögu á PDF formi (9.3 MB)

Meira um tillögurnar síðar.
Frétt af mbl.is

Reynir Vilhjálmsson sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

17.06.2010

Reynir Vilhjálmsson sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og stofnandi Landslags var í dag sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Heiðursmerkið fær Reynir fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis.
Landslag ehf byggir á samfelldum tæplega hálfrar aldar teiknistofurekstri Reynis frá því hann hóf störf hér á landi vorið 1963.

Starfsfólk Landslags óskar Reyni hjartanlega til hamingju með þá miklu viðurkenningu sem honum, fyrirtæki hans og starfssviði landslagsarkitekta í heild sinni er sýnd.

Frétt af heimasíðu forsetaembættisins

Landslag á New Nordic Landscapes sýninguna á EXPO 2010 í Shanghai

03.06.2010

Hellisheiðarvirkjun á kvöldi

Dagný Bjarnadóttir hjá Landslagi er hönnuður sýningarinnar í heild sinni og á dögunum kom í ljós að verkefni frá Landslagi, jarðvarmavirkjun á Hellisheiði varð fyrir valinu sem framlag Íslands á sýninguna, en Finnur Kristinsson hefur haft veg og vanda að því verkefni fyrir hönd Landslags. Nánari upplýsingar í fréttatilkynningu.

Þess má einnig geta að Hafdís Bjarnadóttir hannar hljóðverk fyrir öll löndin í sýningunni, en með hverju verki verður útfærð sérstök hljóðupplifun.

Hafdís og Dagný í viðtali á Rás 2 – hlustið á upptöku…

Landslag at the New Nordic Landscapes Exhibition, EXPO 2010, Shanghai

Dagný Bjarnadóttir, co-owner of Landslag ehf., is the designer of the New Nordic Landscapes exhibition at this year’s EXPO in Shanghai. In the exhibition Iceland is represented with the Hellisheiði Geothermal Powerplant, a project also designed by Landslag ehf. in collaboration with TARK Architects.

Hafdís Bjarnadóttir has created a sound installation relating to each of the 6 countries‘ projects.
More information:
New Nordic Landscapes Information Brochure
Exhibition Concept

Hönnunarmars – FÍLAr þú miðbæinn?

15.03.2010

skilti "FÍLAr þú miðbæinn?"

Sjá einnig Ísland í dag á Stöð 2 og í fréttum Sjónvarpsins

Jólakveðja Landslags 2009

18.12.2009

Smellið á næst ysta takka frá hægri til að sjá myndina í fullri stærð.

Ef myndbandið opnast ekki, sækið þá skránna hér… (4.5mb)

Tónlist: Hafdís Bjarnadóttir
Harmonikka og gítar: Erica Roozendaal og Hafdís Bjarnadóttir
Fugl: Dulþröstur

Gulur rauður grænn og blár

27.05.2009

Útivistarleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Stærra kort hér…

Friðlýsing fimm svæða í Hafnarfirði

03.04.2009

Undirskrift friðlýsinga

Föstudaginn 3. apríl skrifuðu bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson og umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir undir yfirlýsingu og auglýsingu um friðlýsingu fimm svæða í landi Hafnarfjarðarbæjar.
Svæðin eru  þar með friðlýst samkvæmt 53. og 55. grein laga um náttúruvernd nr. 44/1999.

Svæðin eru;
1. Hvaleyrarlón og fjörur Hvaleyrar verði friðlýstar sem fólkvangur.
2. Hleinar að Langeyrarmölum verði friðlýstar sem fólkvangur.
3. Stekkjarhraun verði friðlýst sem fólkvangur.
4. Kaldárhraun og Gjárnar verði friðlýstar sem náttúruvætti.
5. Litluborgir verði friðlýstar sem náttúruvætti.

Undirskriftin fór fram á Hleinum að Langeyrarmölum.

Landslag ehf var ráðgjafi við afmörkun svæðanna, umfjöllun um þau í nefndum og ráðum sveitarfélagsins og við gerð uppdrátta fyrir hvert og eitt þessara svæða.

Frétt og nánari umfjöllun á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins [hér]

Frétt á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar [hér]

150. hönnunarfundur Hellisheiðarvirkjunar

05.03.2009

Landslag er aðili að ráðgjafahópi Orkuveitu Reykjavíkur við hönnun virkjana á Hengilssvæðinu.

19. febrúar síðastliðinn var haldinn 150. Hönnunarfundurinn og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Í hönnunarhópnum eru auk Landslags, sem sér um skipulagsmál og frágang á virkjanasvæðinu eru:  Mannvit, Verkís og Tark arkitektar. Ráðgjafafyrirtækin hafa unnið saman við hönnun virkjana fyrir Orkuveituna frá 1996 þegar formleg hönnun Nesjavallavirkjunar fór af stað.

Á myndinni eru sitjandi talið frá vinstri:
Helgi Leifsson – OR
Claus Ballzus – Mannvit
Ingólfur Hrólfsson – OR
Sigurgeir Björn Geirsson – OR

Standandi talið frá vinstri:
Finnur Kristinsson – Landslag
Elín Hallgrímsdóttir – Mannvit
Jóhann Garðar Einarsson – Mannvit
Sigurður Guðjónsson – Verkís
Snæbjörn Jónsson – Verkís
Ivon S. Cilia – Tark
Jóhann Þór Magnússon – Mannvit

Tillaga að grænum stíg í græna treflinum

04.02.2009

Landslag ehf vinnur að tillögu að grænum stíg í græna treflinum í upplandi höfuðborgarsvæðisins.

Verkefnið er unnið fyrir Skógræktarfélag Íslands í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Skógræktarfélag Íslands hefur lagt drög að atvinnuátaksverkefni við uppbyggingu útivistaraðstöðu í “græna treflinum” og kynnt það m.a. fyrir stjórn SSH (samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu).

Nálgast má kynningu á verkefninu hér…

Landslag leggur land undir fót

24.11.2008

Starfsmenn Landslags fóru í fræðslu- og skemmtiferð til Bilbao á norður Spáni þann 16. -20. október s.l. og gerðu víðreist um héruð Baska.

Bilbao er lítil og stórskemmtileg borg sem hefur gengið í gegnum mikið breytingarskeið og endurnýjun á stuttum tíma. Í borginni búa um 350 þúsund manns og hún situr í þröngu dalverpi við norðurströnd Spánar, umkringd fjöllum meðfram Nervión ánni.

Helsta aðdráttaraflið í ferðinni var Guggenheim safnið og fjöldinn allur af vel heppnuðum almenningstorgum og opnum grænum svæðum við ánna sem liðast í gegnum borgina. Umhverfisvænar samgöngur eru í hávegum hafðar með samfelldu stígakerfi, metró og hljóðlátum sporvögnum sem liðu eftir grasigrónu belti á árbakkanum. Maturinn var heldur ekki af verri endanum, Pintxos, Baccalao og ljúffengar nautasteikur og skammt í gott matarvín með Rioja vínhéruðin rétt handan við hæðina.

Skoðaðu myndirnar úr myndasamkeppninni

Svartiportfoss, Menningarnótt 2008

21.08.2008

Í miðbæ Reykjavíkur leynast falleg afdrep á milli húsa. Getur verið að einhvers staðar sé falið landslag? Menningarnæturgestum gefst nú kostur á að finna falinn fjársjóð í portinu milli Laugavegs 18 og 20 (beint á móti Sirkustorginu). Þar verður eitt þessara leyndarmála afhjúpað með vígslu tímabundins torgs kl. 13:00, en af því tilefni flytur dúettinn Sandís tónlistargjörning með tónlist eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Sandísi skipa þær Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir á selló og Hafdís Bjarnadóttir á rafgítar.
Hönnuður torgsins er Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt – Landslagi ehf. Fjölbreitt dagskrá verður á torginu, sem nefnist Svartiportfoss, fram eftir degi.

Að verkinu koma veitingastaðurinn Café Oliver, Landslag ehf og Torf.is, ásamt vinnuframlagi frá borginni.

Urriðaholtsskipulag fær viðurkenningu

01.12.2007

Skipulag Urriðaholts í Garðabæ hlaut 2. sætið í lokaúrslitum alþjóðlegu lífsgæðaverðlaunanna, LivCom, sem afhent voru í London í nóvember 2007.
Skoðið verkið